Guðbjörg Norðfjörð formaður og Hannes Jónsson framkvæmdarstjóri KKÍ ásamt fulltúum Eystrasaltsþjóðana, Póllands, Hollands og hinna Norðurlandaþjóðanna gengu útaf þingi FIBA Europe er fulltrúi Belarus hélt ræðu á þinginu í Munchen nú fyrir helgina.

Samkvæmt færslu framkvæmdarstjórans á samfélagsmiðlum mun útgangan hafa verið til þess að sýna Úkraínu sinn stuðning í ljósi þeirra hremminga sem þjóðin hefur orðið fyrir sökum innrásarstríðs Rússlands í landið og stuðnings Belarus við þá innrás.

Færslu Hannesar má sjá hér fyrir neðan, en í henni segir hann enn frekar að þessu stríði Rússa með stuðningi Belarús verði að ljúka strax og að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi standi með Úkraínu og þjóðinni allri.