Ungstirni ÍR Friðrik Leó Curtis hefur framlengt samningi sínum við ÍR út komandi tímabil.

Friðrik Leó er 18 ára 211 cm framherji/miðherji sem að upplagi er úr ÍR en hann hóf að leika fyrir meistaraflokk félagsins á þar síðustu leiktíð. Leó eins og hann er kallaður skaust fram á sjónarsviðið í vetur og tók að sér ört stækkandi hlutverk í liðinu í fjarveru lykilmanna og átti frábæra síðustu 4 leiki fyrir liðið og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis 12. flokks sem urðu Íslandsmeistarar á dögunum. Einnig er Leó í u18 ára landsliði Íslands nú í sumar.

,,Það er alltaf fagnaðarefni þegar efnilegir ÍR-ingar skrifa undir og Leó sýndi það í vetur að það er margt í hann spunnið og fróðlegt að sjá hann láta til sín taka í 1. deildinni næsta vetur. Leó hefur æft körfubolta í stuttan tíma og nú er það hans að halda áfram að bæta sig hratt og sýna hvað í honum býr ásamt öðrum ungum leikmönnum liðsins í bland við reynslumeiri menn.“

Er haft eftir Ísak Wíum þjálfara eftir undirskriftina.