Eva Margrét atkvæðamikil gegn Frankston Blues

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Keilor Thunder máttu þola tap í dag fyrir Frankston Blues í NBL1 deildinni í Ástralíu, 79-61.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Eva Margrét 8 stigum, 6 fráköstum, 4 stolnum boltum og vörðu skoti.

Eftir leikinn eru Keilor í 17. sæti af 19 liðum í suðurhluta deildarinnar með 3 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks