Nýliðar Álftnesinga í Subway deild karla hafa framlengt samningi sínum við Dino Stipcic fyrir komandi tímabil.

Dino kom til Álftaness fyrir tveimur tímabilum og hefur verið einn af lykilleikmönnum liðsins síðan. Í 26 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð skilaði hann 14 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik er félagið vann fyrstu deildina og tryggði sig beint upp í Subway deildina.