Keflavík hefur framlengt samningi sínum við Daniela Wallen Morillo fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Daniela gefur leikið fyrir deildarmeistara Keflavíkur allar götur frá árinu 2019 og hefur hún á þeim tíma verið einn besti leikmaður deildarinnar. Á nokkuð fínu tímabili hjá silfurliði Keflavíkur á nýafstöðnu tímabili var Daniela frábær, með 20 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.