Grindavík hefur samið við hinn danska Daniel Mortensen um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Daniel ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum kunnur, þar sem á síðasta tímabili lék hann fyrir nýliða Hauka og á tímabilinu á undan fyrir Þór í Þorlákshöfn.

Í 27 leikjum á tímabilinu með Haukum skilaði Daniel 15 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.