Breiðablik varð í vikunni Íslandsmeistari í ungmennaflokki karla eftir sigur á Selfoss í úrslitaleik, 80-73. Breiðablik leiddi allan leikinn og hafði að lokum 7 stiga sigur. Veigar Elí Grétarsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 20 stigum og hitti úr 8 af 12 skotum sínum, 15 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum ásamt þjálfara sínum Halldóri Halldórssyni.

Mynd / KKÍ