Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante máttu þola tap í dag fyrir TAU Catellí í Leb Oro deildinni á Spáni, 100-81.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór 6 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Leikurinn var sá síðasti í deildarkeppni Leb Oro deildarinnar og hafnaði Alicante í 9. sætinu með 18 sigra og 16 töp á tímabilinu.

Tölfræði leiks