Úrslitaeinvígi Hamars og Skallagríms í fyrstu deild karla rúllar af stað í kvöld í Hveragerði.

Bæði fóru liðin nokkuð auðveldlega í gegnum undanúrslit deildarinnar, en Skallagrímur lagði Sindra 3-0 á meðan að Hamar bar sigurorð af Skallagrími 3-1.

Sigurvegari úrslitaeinvígis liðanna mun fylgja deildarmeisturum Álftaness upp í Subway deildina á næsta tímabili, en vinna þarf þrjá leiki til þess að sigra.

Leikur dagsins

Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild karla

Hamar Skallagrímur kl. 19:15