Tveir leikir fara fram í undanúrslitum Subway deildar kvenna í kvöld.

Valur tekur á móti Haukum í Origo Höllinni í fyrri leik kvöldsins áður en Keflavík heimsækir Íslandsmeistara Njarðvíkur í Ljónagryfjuna.

Keflavík og Valur unnu bæði fyrstu leikina og geta því komist í ansi góðar stöður nái þau að vinna leiki kvöldsins, þar sem ekki mikið af liðum ná að koma til baka eftir að hafa grafið sér 2-0 holu.

Leikir dagsins

Undanúrslit – Subway deild kvenna

Valur Haukar – kl. 18:15

(Valur leiða einvígið 1-0)

Njarðvík Keflavík – kl. 20:15

(Keflavík leiðir einvígið 1-0)