Tveir leikir fara fram í undanúrslitum fyrstu deildar karla í kvöld.

Fjölnir tekur á móti Hamri í Dalhúsum og í Borgarnesi fær Skallagrímur lið Sindra í heimsókn.

Úrslit fyrsta leik einvígis beggja liða komu nokkuð á óvart, þar sem bæði Fjölnir og Skallagrímur tóku forystuna í viðureignunum.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í úrslitaeinvígið.

Leikir dagsins

Undanúrslit – Fyrsta deild karla

Fjölnir Hamar – kl. 19:15

(Fjölnir leiðir einvígið 1-0)

Skallagrímur Sindri – kl. 19:15

(Skallagrímur leiðir einvígið 1-0)