Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Manresa í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 99-88.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 9 stigum, 7 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Sigur kvöldsins mikilvægur fyrir Tryggva og félaga sem berjast í neðri hluta töflunnar, en þeir eru eftir hann í 13. sætinu, þremur sigurleikjum fyrir ofan fallsvæði deildarinnar.

Tölfræði leiks