Tindastóll tók á móti Njarðvík í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna, Njarðvík hafði maldað í móinn í síðasta leik og staðan því 2-1 fyrir leikinn.

Til að gera langa sögu stutta var sigur Tindstóls aldrei nokkurn tímann í hættu í kvöld. Liðið setti tóninn strax í upphafssóknunum og gáfu aldrei eftir. Niðurstaðan sú að Tindastóll kjöldróg Njarðvík í leik kvöldsins 116-76.

Tindastóll er þar með komið í úrslit Subway deildar karla með sigrinum. Þar mætir liðið annað hvort Þór Þ eða Val.

Úrslit kvöldsins

Undanúrslit – Subway deild karla

Tindastóll 117-76 Njarðvík

(Tindastóll hefur unnið einvígið 3-1)

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 27/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 25/4 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 20/8 stoðsendingar, Adomas Drungilas 18/9 fráköst, Ragnar Ágústsson 11, Davis Geks 6/4 fráköst, Axel Kárason 5, Veigar Svavarsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2, Eyþór Lár Bárðarson 0, Helgi Rafn Viggósson 0/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 0/4 fráköst/9 stoðsendingar.


Njarðvík: Dedrick Deon Basile 16/4 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 13/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12, Nicolas Richotti 12, Mario Matasovic 11/9 fráköst, Logi Gunnarsson 4, Jose Ignacio Martin Monzon 4/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3, Elías Bjarki Pálsson 1, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.