Þróttur Vogum og Snæfell tryggðu sér sæti í 1. deild karla í dag þegar liðin unnu sinn leikinn hvorn í undanúrslitum 2. deildar karla. Vegna fjölgunar í 1. deild karla fara tvö lið upp úr 2. deild.Þróttur vann Leikni 107-74, og Snæfell vann Vestra 59-88.

Úrslitaeinvígi 2. deildar hefst 11. apríl, en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér deildarmeistaratitil 2. deildar.

Viðtal af VF.is