Þróttur Vogum tryggðu sér í kvöld meistaratitilinn í annarri deild karla með sigri í öðrum leik sínum gegn Snæfell í úrslitaeinvígi deildarinnar, 78-108.

Unnu þeir þar með einvígið 2-0 og kláruðu fullkomið tímabil sitt þar sem liðið vann alla 23 leiki sína í deild og úrslitakeppni.

Vegna fjölgunar í 1. deild karla munu þó bæði Þróttur og Snæfell leika í efsti deild á næsta tímabili, en Snæfell átti einnig góðu gengi að fagna í vetur, unnu 14 leiki og töpuðu 9 allt í allt.

Tölfræði leiks