Það var pakkað og rífandi stemningn í Ólafssal þega Haukar tóku á móti Þór í eina oddaleik átta liða úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þór Þorlákshöfn komst í fjögurra liða úrslit með sigri á Haukum á útivelli, 93-95. Þór mætir Val á Hlíðarenda í fyrsta leik undanúrslita komandi föstudag.

Fyrir leik

Eina serían sem fer í oddaleik í áttaliða úrslitum en Þórsarar jöfnuðu á heimavelli á laugardaginn með sannfærandi sigri. Með sigri Hauka mæta þeir Njarðvík, en ef Þór vinnur mæta þeir Val.

Allir eru í treyju í kvöld í fyrsta skipti í þessari seríu en spurning hversu mikið Davis hjá Haukum getur beitt sér. Haukar þurfa að bæta skotnýtinguna sína og loka teignum betur og Þórsarar þurfa að halda uppteknum hætti frá síðasta leik.

Byrjunarlið

Huakar: Hilmar, Mortensen, Giga, Orri, Davis,

Þór. Vincent, Sample, Davíð, Emil, Pablo.

Fyrri hálfleikur

Haukar skora fyrstu stiginn. Betri boltahreyfing og augljóst að leikur þeirra breytist með tilkomu Darwin Davis sem er strax komin með 5 stig eftir tvær mínútur.

Þórsarar eru að hitta illa en berjast vel og leikurinn er mjög hraður. Maté tekur Giga út og Breki inná til að mæta hraða leiksins en hann skiptir reglulegar með Giga. Tómas kemur inná og dekkar Davis. Þór búnir að minnka muninn í tvö stig  þegar fjórar lifa af fyrsta leikhluta en þeir voru mest 7 stigum undir.

Vincent  er að spila fína vörn en þeir komast lítt áfram í sókninni Haukar eru að rótera betur og það skilar sér Haukar vinna fyrsta leikhluta 23-19 Styrmir Snær kom ekkert við sögu í fyrtsa leikhluta. Mikil barátta hjá báðum liðum. Baráttan harðnar Þórsarar þjarma að Giga sem virðist vera frekar pirraður og tímaspursmáml hvenær hann springur, Maté er fljótur að bregðast við og setur Breka inná.

Munurinn tvö stig  29-25  og leikhlé Þórsarar búnir að minnka muninn. Sem er svarað strax með 4-0 áhlaupi Haukaungu strákarnir Orri og Hilmar að draga vagninn. En af einhverjum ástæðum tekur Maté Hilmar útaf og Tómas setur þrist og Vincent setur tvo í röð. Svo kemst jafnvægi á stigaskorið Lárus tekur leikhlé þegar Giga skorar fjögur stig í röð en það er næg ástæða. Staðan 42-36 2.07 eftir. Hálfleikurinn endar Haukar 44-41 Þór

Styrmir spilaði ekkert fyrir Þór í fyrri hálfleik.

Tölfræði fyrri hálfleiks hjá Haukum er að þeir eru að skjóta 42% en þeir fá engin stig af bekknum. Hjá Þór eru þeir að skjóta 40%.

Þessi leikur ræðst á vörn miðað við fyrri hálfleikinn.

Arkvæðamestir í fyrri

Haukar: Giga 14 stig 4 fráköst., Orri 10 stig

Þór: Vincent 14 stig. Tómas 9

Seinni hálfleikur

Leikurinn helst jafn þegar Haukar ná áhlaupi svara Þórsarar af bragði. Og komast yfir loks þegar fimm og hálf mínúta er eftir. Tómas passar Davis sem nær varla að sjá körfuna.

Smá skotsýning hjá Emil sem setur tvo þrista og Daníel Ágúst svarar með einum galopnum síðan Hilmar. Allt í járnum og hörku vörn.

Liðin skiptast á að taka forystuna.Haukar eru með  forystu  72-71 í lok leikhlutans leiddir af Hilmari Smára sem er komin með 17 stig.

Mortensen byrjar fjórða á línunni eftir að Sample fékk á sig tæknivillu fyrir óíþróttamannslega framkomu í lok þriðja. Nú er allt undir hjá báðum liðum.

Haukar byrja betur og komast í 80-74 eftir að brotið er á Hilmari í þriggja stiga skoti nú eru Haukar að taka alla brauðmolana. Tilrþif leiksins komu þegar Tómas Valur ver skot Hilmars og skorar svo hinum meginn. Þvílíkur leikmaður. Maté tekur leikhlé til að stoppa þetta.

Hilmar sýnir engan bilbug eftir þetta og fer næst undir körfuna og skorar. Giga skorar 20. stig sitt af línunni. Síðan brenna Haukar klukkuna og Þórsarar eru skyndilega komnir yfir 84-88 með elju og brjálaðari vörn. 1:40 og Maté leikhlé.

Staðan er komin í 91-93 þegar 20 sek eru eftir og Þór hefur sókn.þeir komast ekki langt og þegar 16 sek eru eftir.og dómararnir fara í skjáin til að meta hver á boltan niðurstaðan Þór eiga og Lárus smellir í leikhlé. Þórsarar sigla þessu heim 93-95

Kjarninn

Annað liðið þurfti að tapa hér í kvöld og eftir frábært tímabil Hauka detta þeir út í átta liða úrslitum.

Serían var frábær þar sem mikið gekk á á samfélagsmiðlum og á vellinum sem var ekki til sóma en svona er úrslitakeppnin. Það jákvæða er að bæði Haukar og Þór létu keflið í hendur yngri leikmanna sem sýndu að framtíðin er björt í Íslenskum körfubolta.

Atkvæðamestir

Hjá Haukum: Hilmar Smári 23 stig 8 fráköst 9 stoðsendingar. Giga 22 stig 11 fráköst

Hjá Þór: Vincent 35 stig 8 stoðsendingar. Tómas 15 stig 6 fráköst.

Hvað svo

Haukar fara í sumarfrí og lítið um það að segja. Þór fá Val í undanúrslitum og mæta á Hlíðarenda á föstudaginn. Valur sló einmitt Þór út fyrir ári og eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Tölfræði leiks