Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo lögðu CB Almansa í framlengdum leik í kvöld í Leb Oro deildinni á Spáni, 98-88.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 13 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var +23 á vellinum, sem var það lang hæsta í liði Oviedo.

Oviedo náðu með sigrinum að lyfta sér aðeins af fallsvæði deildarinnar, eru nú í 14. sæti deildarinnar með 8 sigra, tveimur sigrum meira en Melilla og Albacete sem eru neðstir í 17. og 18. sætinu.

Tölfræði leiks