Þórsstúlkur tóku á móti Stjörnunni í annarri viðeign liðanna í úrslitum 1. deildar í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni fyrr í dag. Leikurinn fór rólega af stað en eftir um þriggja mínúta leik í stöðunni 6:9 kom snarpur kafli hjá gestunum sem skoruðu átján stig gegn sjö Þórs og leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta 13:27.

Hrefna Ottósdóttir opnaði annan leikhlutann með þristi og lagði þar með línurnar í frábærum spretti Þórs sem tók að saxa á forskotið jafnt og þétt. Stjarnan pressaði stíft en Þórsarar leystu það með prýði og þegar þrjár mínútur lifðu fyrri hálfleiks komst Þór yfir 36:35 og voru yfir allt til leika leiks. Eftir snarpa byrjun gestanna komu Þórsstúlkur grimmar inn í annan leikhlutann sem skilaði því að Þór vann leikhlutann með tuttugu og einu stigi 35:14 og staðan í hálfleik 48:41.

Í liði Þórs fór Hrefna mikinn í fyrri hálfleik og skoraði 21 stig þar af 5 þriggja stiga og Tuba kom næst með 12 stig.Hjá gestunum var Diljá Ögn atkvæðamest með 13 stig og Ísold 10.

Þrátt fyrir stífa pressu gestanna náðu stelpurnar okkar að bæta í og höfðu góð tök á leiknum og héldu aftur af gestunum. Þegar ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta var forysta Þórs 22 stig 70:52.

Þórsstúlkur komu full afslappaðar til leiks á lokakaflanum og gáfu full mikið eftir og það nýttu Stjörnukonur sér til hins ýtrasta. Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum var farið að fara um margan stuðningsmann Þórs því þegar klukkan sýndi 39:11 var munurinn komin niður í fimm stig 79:74.

Talsverður darraðardans var á lokasprettinum en Þórsarar héldu út og fögnuðu fimm stiga sigri 84:79. Stjarnan vann fjórða leikhlutann 14:27.

Þótt munurinn í leikslok hafi aðeins verið fimm stig var sigur Þórs aldrei í hættu og staðan því jöfn í einvíginu 1-1. Liðin mætast í þriðja leiknum sem fram fer miðvikudaginn 12. apríl í Umhyggjuhöllinni.

Leikir Þórs í úrslitakeppninni hafa verið afar skemmtilegir á að horfa og áhorfendur sem í dag voru rúmlega 160 og þeir voru sem fyrr frábærir. Sigur Þórs var eins og svo oft áður sigur liðsheildarinnar.

Í liði Þórs var Hrefna mjög öflug skoraði 26 stig og þar af sex þrista og Tuba setti niður 18 stig og tók 17 fráköst. Maddie einnig með flottar tölur 13/11/11.

Hjá gestunum dró Diljá Ögn vagninn með 26 stig og Ísold 18.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 13:27 / 35:14 (48:41) 22:11 / 14:27 = 84:79

Framlag leikmanna Þórs: Stig/fráköst/stoðsendingar.

Hrefna 26/2/1, Tuba 18/17/1, Heiða Hlín 14/8/3, Maddie 13/11/11, Eva Wium 11/5/8, Karen Lind 2/1/0, Emma Karólína 0/1/1 og Rut Herner 0/3/0.

Framlag leikmanna Stjörnunnar: Stig/fráköst/stoðsendingar

Dilja Ösp 26/2/4, Ísold 18/6/5, Bára Björk 11/0/1, Riley Marie 11/11/4, Kolbrún María 9/6/0, Fanney María 2 stig og Bergdís Lilja 2/2/0.

Tölfræði leiks

Hér að neðan eru viðtöl við Daníel Andra þjálfara og Madison Anne Sutton viðtölin tók Guðmundur Oddsson.

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh