Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs mun ekki vera með sínum mönnum í fjórða leik þeirra gegn Haukum í 8 liða úrslitum Subway deildar karla í kvöld samkvæmt heimildum Körfunnar.

Styrmir mun vera frá vegna höfuðhöggs sem hann varð fyrir seint í síðasta leik liðanna í Ólafssal er Þór lenti 2-1 undir í einvíginu.

Leikur kvöldsins hefst kl. 20:15 í Þorlákshöfn, en Haukar eygja þess von að vinna hann og tryggja sig áfram í undanúrslitin.