Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola tap gegn Valdarno í öðrum leik sínum í umspili um að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili, 61-53, en fyrsta leikinn höfðu þær unnið 55-50 og því þurfa þær að leika oddaleik komandi föstudag 14. apríl.

Faenza hafði ekki endað tímabilið í fallsæti, en nógu neðarlega til þess að vera meðal þeirra fjögurra neðstu liða sem þurfa að keppast um að halda sæti sínu á næsta tímabili, en til þess að tryggja sig þurfa þær að vinna komandi föstudag.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún tveimur stigum, tveimur fráköstum og tveimur stoðsendingum.

Tölfræði leiks