Ólafur Þór hættir með Ármann

Þjálfari Ármanns í fyrstu deild karla ÓÞór Jónsson mun ekki vera með liðið á næsta tímabili. Staðfesti Óþetta í samtali við Aukasendinguna á dögunum.

Ólafur Þór tók við Ármenningum fyrir síðasta tímabil og var liðið taplaust bæði í deild og úrslitakeppni annarar deildarinnar það tímabil og vann sér sæti í fyrstu deildinni. Sem nýliðar í fyrstu deildinni á nýafstöðnu tímabili gerði liðið ansi vel, höfnuðu í 7. sæti deildarinnar með 11 sigra og voru aðeins 4 stigum frá sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Sem gestur í Aukasendingunni var Ólafur beðinn um að svara þeim orðrómi um að hann væri ekki talinn líklegur til þess að halda áfram og gerði hann það með því að staðfesta að hann ætlaði ekki halda áfram með liðið. Enn frekar sagði hann síðustu tvö tímabil hafa verið góð, en strembin og hyggðist hann því nú taka eitt skref aftur, en lokaði ekki fyrir að fara aftur í þjálfun meistaraflokks í framtíðinni.