Stjarnan tekur á móti Þór kl. 19:15 í Umhyggjuhöllinni í kvöld í oddaleik um meistaratitil fyrstu deildar kvenna.

Til þessa hafa liðin skipt með sér sigrum í úrslitaeinvíginu, þar sem að allir leikir hafa unnist á heimavelli.

Bæði hafa deildarmeistarar Stjörnunnar og Þór unnið sér inn sæti í Subway deildinni á næsta tímabili vegna fjölgunnar liða.

Leikur dagsins

Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild kvenna

Stjarnan Þór – kl. 19:15

(Eivígið er jafnt 2-2)