Haukar taka á móti Þór í kvöld í oddaleik 8 liða úrslita Subway deildar karla.
Fyrir leik kvöldsins hefur hvort lið unnið tvo leiki, en bæði hafa liðin unnið heimaleiki sína.
Fari svo að Þór vinni leikinn mæta þeir Val í undanúrslitumn og í hinu einvíginu mun Njarðvík þá mæta Tindastóli.
Hinsvegar, ef Haukar vinna, munu þeir mæta Njarðvík í undanúrslitunum og Valur mætir Tindastóli í hinni viðureigninni.

Leikir dagsins
8 liða úrslit – Subway deild karla
Haukar Þór – 19:15