NBA úrslitakeppnin fer af stað nú um helgina. Spekingar virðast ekki á eitt sáttir hvernig þetta muni fara fram og hverjir eigi eftir að standa uppi sem sigurvegarar. Við ákváðum að setja saman eilitla áskorum fyrir spávissa.

Það er ekkert lykilorð og við hvetjum sem flesta til þess að taka þátt.

Minnum á að fyrsti leikur er á laugardag 15. apríl, en vegna stutts fyrirvara verður hægt að skrá sig til leiks fram á mánudag. Einnig viljum við hvetja þátttakendur til þess að nota nöfn sín en ekki notendanöfn þegar liðin eru skráð til leiks.

Í þessari keppni eru aðeins ein verðlaun. Þau eru treyja að eigin vali úr verslun Miðherja fyrir efsta sætið, en þar er til nánast allt sem hugurinn girnist í þeim efnum.

Hérna skráir þú þig til leiks á Bracketology

Hérna er hópur Körfunnar og Miðherja

Hérna er hægt að skoða treyjuúrvalið í Miðherja