Valur tekur á móti Keflavík í kvöld í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Subway deild kvenna.

Fyrir leik kvöldsins vann Valur fyrstu tvo leiki einvígissins áður en Keflavík minnkaði muninn heima í leik þrjú.

Valur getur því með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en fari svo að Keflavík vinnur verður úrslitaleikur um titilinn komandi mánudag 1. maí í Blue Höllinni.

Leikur dagsins

Úrslit – Subway deild kvenna

Valur Keflavík – kl. 19:15

(Valur leiðir einvígið 2-1)