Þór tekur á móri Stjörnunni í Höllinni á Akureyri í dag í öðrum leik úrslitaeinvígis fyrstu deildar kvenna.

Deildarmeistarar Stjörnunnar höfðu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn.

Vegna fjölgunnar í Subway deild kvenna hafa bæði lið þó unnið sér sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Leikur dagsins

Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild kvenna

Þór Stjarnan – kl. 16:00