Lykilleikmaður Íslandsmeistara Vals Kristófer Acox mun ekki vera með liðinu í fyrsta leik undanúrslita einvígis þeirra gegn Þór í kvöld. Staðfesti félagið þetta við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt heimildum mun vera um gömul meiðsl í kálfa að ræða sem halda honum frá vellinum, en þau tóku sig upp í einvígi Vals gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitunum.

Leikur Vals gegn Þór fer fram í kvöld kl. 19:15 í Origo Höllinni.