Jordan Semple og Vincent Shahid í liði Þórs í kvöld

Jordan Semple og Vincent Shahid verða samkvæmt heimildum Körfunnar báðir í leikmannahópi Þórs í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway deild karla.

Jordan meiddist á öxl í upphafi síðasta leik liðsins gegn Val og lék aðeins rúmar tvær mínútur í leiknum. Vincent aftur á móti tók engan þátt í síðasta leik sökum veikinda sem hann hafði verið að eiga við í kjölfar leiksins.

Þór unnu fyrstu tvo leiki undanúrslita áður en Valur minnkaði muninn í síðasta leik, 2-1. Með sigri í kvöld getur Þór tryggt sig áfram í úrslitin, en nái Valur að vinna verður oddaleikur í Origo Höllinni komandi þriðjudag 2. maí.