Íslandsmeistarar Vals lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna, 94-103.

Fyrstu tvo leiki einvígis liðanna vann Þór áður en Valur minnkaði muninn með öruggum sigri í Origo Höllinni nú fyrir helgina og jöfnuðu svo einvígið með sigri í kvöld.

Það mun því verða oddaleikur sem sker úr um hvort liðið fer í úrslitaeinvígið gegn Tindastól, en hann fer fram komandi þriðjudag 2. maí.

Úrslit kvöldsins

Undanúrslit – Subway deild karla

Þór 94 – 103 Valur

(Einvígið er jafnt 2-2)

Þór Þ.: Styrmir Snær Þrastarson 32/6 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Vincent Malik Shahid 21/9 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 15/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12/4 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 8, Emil Karel Einarsson 6, Jordan Semple 0, Sigurður Björn Torfason 0, Einar Dan Róbertsson 0, Tristan Rafn Ottósson 0, Styrmir Þorbjörnsson 0, Arnór Bjarki Eyþórsson 0.


Valur: Callum Reese Lawson 22, Pablo Cesar Bertone 18/10 fráköst/6 stoðsendingar, Frank Aron Booker 15, Kristófer Acox 14/19 fráköst/3 varin skot, Kári Jónsson 13/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ozren Pavlovic 11, Hjálmar Stefánsson 6/6 fráköst, Ástþór Atli Svalason 4, Benedikt Blöndal 0, Brynjar Snaer Gretarsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Benoný Svanur Sigurðsson 0.