Hörður Axel hefur úrslitakeppnina í banni

Bakvörður Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson verður í banni í fyrsta leik liðsins gegn Tindastóli í 8 liða úrslitum Subway deildar karla. Bannið fær Hörður eftir að hafa verið rekinn útaf eftir tap Keflavíkur gegn Njarðvík í lokaleik deildarinnar á dögunum.

Agamál 80/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hörður Axel Vilhjálmsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Njarðvíkur, Subwaydeild karla, sem fram fór þann 30. mars 2023.