Hilmar Pétursson og Munster höfðu betur gegn Paderborn í gærkvöldi í Pro A deildinni í Þýskalandi, 81-77.

Með Paderborn hefur annar Hafnfirðingur Ágúst Goði Kjartansson leikið, en hann var ekki í leikmannahópi þeirra í leiknum.

Hilmar átti stórleik fyrir Munster, skilaði 26 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Munster eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar, öruggir með sæti sitt í deildinni, en einnig nokkuð frá sæti í úrslitakeppninni.

Tölfræði leiks