Hilmar Pétursson og Munster lögðu Dresden nokkuð þægilega í gærkvöldi í lokaleik sínum á tímabilinu í Pro A deildinni í Þýskalandi, 106-81.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum var Hilmar með 19 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Munster voru fyrir leikinn öruggir með sæti sitt í deildinni og þá áttu þeir ekki kost á að vinna sig inn í úrslitakeppnina. Sem nýliðar í deildinni þetta tímabilið enduðu þeir í 14. sæti af 18, með 14 sigra og 20 töp, en þeir voru 10 stigum fyrir neðan sæti í úrslitakeppni og 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Tölfræði leiks