Kvennalið Hauka og Vals mættust í þriðja leik í 4-liða úrslitaseríu þeirra í Ólafssal í dag. Haukakonur urðu að vinna leikinn til þess að halda sér á lífi í úrslitakeppninni og tókst þeim það í leik sem þær unnu 93-77.

Gangur leiks

Haukakonur byrjuðu á að klikka á tveimur galopnum sniðskotum áður en Elísabeth Ýr kom einu ofaní. Haukarnir byrjuðu síðan á sterkum leik og enduðu fyrsta leikhluta með 8 stiga forskoti 24-16.

Enn var valtað yfir Valsara í upphafi annars leikhluta, og voru það Tinna og Keira skiluðu Haukunum í 17 stiga forskot sem entist fram að hálfleik. Eydís Eva kom inná í aðeins 3 mínútur en tókst að fá á sig fjórar villur á þeim stutta tíma. Keira Robinson var með 16 stig í hálfleik, Tinna Guðrún með 13 og Kiana Johnson með 15, og fyrri hálfleik lauk 44-27.

Haukar héldu áfram með krafti og þrír þristar í röð skiluðu forskotinu í 22 stig. Haukarnir komust mest í 28 stig áður en Valsarar minnkuðu örlítið muninn. Leiknum lauk síðan 93-77 fyrir Haukum.

Atkvæðamestar

Keira Robinson átti besta leik dagsins með 24 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 42 í framlag. Tinna Guðrún átti líka stóran leik með 21 stig.
Hjá Völsurum var það Kiana Johnson sem skilaði mestu fyrir liðið með 27 stig og 10 fráköst.

Næsti leikur

Næsti leikur liðanna verður 4. leikurinn í seríunni þann 13. apríl í Valsheimilinu.

Viðtöl