Hamar tók forystuna í úrslitaeinvígi fyrstu deildarinnar

Úrslitaeinvígi Hamars og Skallagríms í fyrstu deild karla rúllaði af stað í kvöld í Hveragerði.

Bæði fóru liðin nokkuð auðveldlega í gegnum undanúrslit deildarinnar, en Skallagrímur lagði Sindra 3-0 á meðan að Hamar bar sigurorð af Skallagrími 3-1.

Sigurvegari úrslitaeinvígis liðanna mun fylgja deildarmeisturum Álftaness upp í Subway deildina á næsta tímabili, en vinna þarf þrjá leiki til þess að sigra.

Í fyrsta leik einvígis liðanna í kvöld hafði Hamar 6 stiga sigur, 84-78, en Skallagrímur fær tækifæri til þess að jafna metin komandi sunnudag 16. apríl í öðrum leik liðanna í Borgarnesi

Úrslit kvöldsins

Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild karla

Hamar 84 – 78 Skallagrímur

Hamar: Jose Medina Aldana 30/10 fráköst/8 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 20/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 13/13 fráköst/7 varin skot, Elías Bjarki Pálsson 11, Daði Berg Grétarsson 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5/4 fráköst, Baldur Freyr Valgeirsson 0, Alfonso Birgir Söruson Gomez 0, Daníel Sigmar Kristjánsson 0, Haukur Davíðsson 0, Egill Þór Friðriksson 0, Halldór Benjamín Halldórsson 0.


Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 22/8 fráköst, Milorad Sedlarevic 17, Bergþór Ægir Ríkharðsson 12/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Marino Þór Pálmason 7, David Gudmundsson 3, Almar Orn Bjornsson 3, Kristján Örn Ómarsson 2, Orri Jónsson 1/4 fráköst, Almar Orri Kristinsson 0, Bjartur Daði Einarsson 0, Benjamín Karl Styrmisson 0.