Þróttur Vogum getur tryggt sér sigur í annarri deildinni með sigri gegn Snæfell í Stykkishólmi í kvöld, en leikurinn hefst kl. 19:15.

Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér titilinn, en fyrsta leik einvígis liðanna vann Þróttur heima í Vogum síðasta þriðjudag 106-95.

Fari svo að Snæfell vinni leik kvöldsins kemur til oddaleiks komandi mánudag 17. apríl í Vogum.

Þróttur hefur átt góðu gengi að fagna þetta tímabilið, en liðið hefur unnið alla 22 leiki sína á meðan að Snæfell hefur unnið 14 og tapað 8.

Bæði lið munu þó vera örugg með að fara upp í fyrstu deildina fyrir næsta tímabil vegna fjölgunar í deildinni.

Mynd / VF.is