Helgina 22.-23 apríl verður haldið námskeið fyrir íþróttafólk á aldrinum 15-17 ára.

Á námskeiðinu verða góð ráð og fræðsla frá fagfólki um hvernig fyrirbyggja má meiðsli, takast á við mótlæti, auka sjálfstraust og margt fleira. Námskeiðið mun fara fram í Nethyl 2c í Árbæ og kostar öll helgin 15.000 kr., en innifalið í því er hressing frá Lemon báða dagana.

Skráning fer fram á sjalfsagi@gmail.com