Eva Margrét Kristjánsdóttir hefur framlengt samningi sínum við bikarmeistara Hauka til næstu þriggja ára. Staðfestir félagið það á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Evar Margrét er að upplagi úr KFÍ, en hefur leikið með Haukum síðan árið 2015. Það sem af er þessu tímabili hefur hún verið einn allra besti leikmaður Subway deildarinnar og skilað 14 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.