Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Nevezis í kvöld í KLK deildinni í Litháen, 99-93.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 15 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Sem áður er Rytas enn í 2. sæti deildarinnar, tveimur sigurleikjum fyrir neðan Zalgiris í efsta sætinu.

Tölfræði leiks