Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Jonava í dag í LKL deildinni í Litháen, 81-106.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 9 stigum, 2 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Sem áður eru meistarar Rytas í öðru sæti deildarinnar, tveimur sigurleikjum fyrir aftan Zalgiris sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks