Tindastóll tekur á móti Njarðvík í kvöld í öðrum leik undanúrslita Subway deildar karla.

Fyrsta leik einvígis liðanna gjörsigraði Tindastóll í Ljónagryfjunni, 52-85 og því verður fróðlegt að sjá hvaða Njarðvíkurlið mætir til leiks í kvöld.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í úrslitin.

Leikur dagsins

Undanúrslit – Subway deild karla

Tindastóll Njarðvík – kl. 19:15

(Tindastóll leiðir einvígið 1-0)