Einn leikur fer fram í undanúrslitum fyrstu deildar karla í dag.

Fjölnir tekur á móti Hamri kl. 18:00 í Dalhúsum.

Eftir að Fjölnir sigraði fyrsta leik einvígis liðanna í Hveragerði hefur Hamar unnið síðustu tvo leikina og er staðan því 2-1, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið þar sem að Skallagrímur bíður.

Leikur dagsins

Undanúrslit – Fyrsta deild karla

Fjölnir Hamar – kl. 18:00

(Hamar leiðir einvígið 2-1)