Danielle Rodriguez hefur framlengt samning sinn við Grindavík, og mun leika með liðinu í Subway deild kvenna á komandi tímabili, 2023-24, auk þess sem hún mun þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu félagsins fyrir skemmstu.

Danielle verður þrítug á árinu og hefur leikið með Stjörnunni og KR hér á landi, auk Grindvíkinga. Á leiktíðinni var hún með 20 stig að meðaltali í leik í liði Grindavíkur, sem endaði í fimmta sæti Subway deildarinnar.