Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í agamáli þjálfara Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna Arnars Guðjónssonar, sem fékk brottrekstur í síðasta leik liðsins gegn Þór í úrslitaeinvígi deildarinnar. Samkvæmt nefndinni fer Arnar í tveggja leikja bann og verður hann því í banni þegar að liðið mætir Þór í fjórða leik liðanna kl. 16:00 á Akureyri í dag. Fari svo að Þór vinni leikinn, mun hann því einnig vera í banni í oddaleik liðanna sem fram fer mögulega fram eftir helgi.

Agamál 87/2022-2023
Með vísan til ákvæðis 2. ml. sbr. 1. ml. b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnar Guðjónsson, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Þórs Akureyrar, 1. deild kvenna, sem fram fór þann 12. apríl 2023