Í kvöld hófst úrslitakeppni í Subwaydeild kvenna. Haukar tóku á móti Valskonum í Ólafssal. Haukar hafa haft betur í vetur á móti Val. Unnið þær tvisvar í deild og slógu þær svo út í bikarnum. En nú er nýtt mót og liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar tókust á. Leikurinn endaði með mögnuðum Valssigri eftir framlengingu 71-73.

Karfan ræddi við Bjarna Magnússon þjálfara Hauks eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild hér að neðan: