Það var sannkölluð úrslitakeppnisstemning í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld þegar Keflvíkingar mættu í leik 2 í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum í Subway deild karla í körfuknattleik í kvöld. Tindastóll vann fyrstu viðureign liðanna eftir framlengingu í Keflavík og ljóst að gestirnir mættu með bakið upp við vegg. Páskafrí og vel mætt, líklega um 1500 manns í Síkinu þegar Tindastóll lagði Keflavík með 26 stigum í þessum öðrum leik liðanna.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pavel Ermolinski þjálfara Tindastóls eftir leik í síkinu.

Viðtal / Hjalti Árna