Álftesingar hafa fengið fyrrum NBA leikmanninn Gordan Giricek til þess að stjórna æfingum með ungum leikmönnum þann 3. og 4. maí.

Þann 3. maí verða æfingar fyrir 12-16 ára iðkendur frá 15:00 til 17:30 og 4. maí verða æfingar fyrir 10-12 ára frá 15:00 til 17:30.

Skráning er á alftanes.camp@gmail.com og kostar 6900 kr. fyrir hvern iðkanda.