Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante töpuðu með minnsta mun mögulegum fyrir Valldolid í Leb Oro deildinni á Spáni í dag, 70-71.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór 6 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og einum töpuðum bolta.

Þrátt fyrir tapið eru Ægir Þór og félagar í ágætis stöðu í deildinni, í 6. sætinu með 17 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks