Höttur lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 21. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 16 líkt og Stjarnan í 8.-10. sæti deildarinnar.

Með sigrinum í kvöld náði Höttur að tryggja veru sína í deildinni á næsta ári, en fyrir kvöldið hefði ÍR tæknilega getað náð þeim í lokaumferðinni.

Karfan spjallaði við Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar eftir leik í Smáranum.