Um helgina verður körfuknattleiksþing KKÍ og verð ég þar með tilögu.

Þessa tilögu vann ég og aðrir í vetur og kynntum fyrir formönnum félaga snemma árs.

Tilagan snýr að breytingum í tveimur efstu deildum kvenna og þar sem ég hef undanfarin 7 ár og verið mikið í kvennaboltanum, er þetta málefni sem ég hef mikinn metnað og áhuga fyrir.

Í stuttu máli eru þessi punktar hér fyrir neðan ástæðan fyrir að ég vil sjá breytingar á efstudeild

•Fleiri lið í efstu deild

•Bestu liðin spila færri ójafna leiki og betri leiki í seinni hluta tímabils

•Lið í neðri hluta þurfa ekki að spila allt að 16 leiki við bestu lið deildarinnar

•Lið sem koma upp í deildina fá þægilegri lendingu og lengri tíma til að móta sig

•Minnka líkur á að lið dragi sig úr keppni

•Meira undir og fleiri staðir sem keppni myndast

Ef þessa tilaga verður samþykkt liggur fyrir það verkefni að byggja þarf upp 1.deild kvenna, frábært starf hefur verið unnið nú þegar í þeirri deild og er hún í dag sterkasta 1.deild sem við höfum séð í mörg ár. Ávinningurinn af þessari vegferð hlýtur að þurfa skila sér upp í úrvalsdeild og við teljum að þetta sé rétti tímapunkturinn til að gera það.

Einnig teljum við að með því að fara í þessar breytingar þá verður nýjum liðum gert kleift að byrja sína vegferð með meistaraflokk kvenna og verður þar af leiðandi betri grundvöllur fyrir ný lið að koma inn í deildina. Erfitt er fyrir ný lið að fóta sig í 1.deildinni á meðan hún er eins sterk og hún er í dag.

Kvennaboltinn í körfunni er ávalt að verða stærri og sterkari. Við verðum að þora að taka þetta stökk til að halda áfram framþróun og til að verða með betri deild fyrir okkar bestu leikmenn.

Halldór Karl Þórsson aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, aðalþjálfari Hamars og fyrrum þjálfari deildarmeistara Fjölni