Úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna rúllar af stað í dag með tveimur leikjum.

Í fyrri viðureign dagsins taka deildarmeistarar Stjörnunnar á móti KR, sem endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar. Seinni leikurinn er svo viðureign liðsins sem endaði í þriðja sæti, Þórs, og Snæfells á Akureyri.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslitaeinvígið.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna – Úrslitakeppni

Stjarnan KR – kl. 12:30

Þór Snæfell – kl. 17:00